Leikhús, Óskasteinar

Karate æfing hjá Breiðablik klukkan sex svo í Borgarleikhúsið að sjá Óskasteininn klukkan átta.

Ágætlega skrifað leikrit, þokkalega fyndið á köflum (þó mér fyndist það ekki alveg eins óstjórnlega fyndið og ókunnugum sessunaut mínum) og meira að segja sérstaklega vel leikið, óvenju lítið um þennan hefðbundna uppskrúfaða leikhústalanda. Var samt kannski ekki alveg að kveikja á þessum „persónum“…

Og eftir leikhús í smá eftir-leikhús-með-bjór hjá Assa og Stínu.