Þorrablót og árshátíð

Frænkurnar Agga og Elín (með Gumma) mættu í þorrablót hjá okkur systkinum og Gunnu, Iðunni & Magga – að þessu sinni hjá Gunnu & Kidda í Fögrubrekkunni. Nóg að gera að skála í hinum ýmsu snöfsum, eitthvað af rauðvíni og fullt af bjór. Er svo sem ekki mikið fyrir þorramat, en allt í lagi að láta sig hafa þetta einu sinni á ári, stemmingin er alveg vel þess virði.

Þorramatur - lítil

Kíktum svo á árshátíð Vantrúar, hjá Gyðu og Matta, á heimleiðinni.. nokkuð seint, en náðum að smakka eitthvað af japönsku Whisky.