Afmæli

Ég hef nú alveg átt afmælisdaga sem hafa byrjað betur.. ætlaði svo að kíkja svo á einhvern barinn að sjá Liverpool-Arsenal, fyrst ekkert gekk að kaupa áskrift hjá Stöð2. En lét það liggja á milli hluta þegar ég sá hvert stefndi.

En sá restina af nokkrum leikjum áður en við Viktor fórum í gufu og pott í Vesturbæjarlauginni, Viktor synti líka, auðvitað…

Þaðan heim og til Bryndísar sem bauð okkur í fordrykk fyrir matinn. Prófuðum nokkra snafsa og gin & tónik áður en við fórum á Humarhúsið.

Það er ekki að spyrja að matnum þar, og ekki að ástæðulausu að ég valdi að fara þangað.. Nauta Carpaccio í forrétt, reyndar skötuselskinnar í aukaforrétt og svo hvítlauksristaðir humarhalar í aðalrétt. Muga rauðvín með og macchiato kaffi á eftir.

Fórum svo á Micro bar að smakka bjóra og Ölsmiðjuna á meðan við biðum eftir Adda… hefðum betur sleppt þessu barrápi.