Flachau, fimmti dagur

Dagurinn var tekinn snemma með alvöru morgunmat og á meðan aðrir drifu sig af stað í smá ferðalag mætti ég í skíðakennslu.

Flachau - 2014 - 025 - lítil

Þessi kennsla var talsvert gagnlegri en sú sem ég sótti fyrsta daginn. Kannski munaði mestu um að hún fór fram á svæði þar sem var snjór. Ég lét klukkutíma nægja og hafði um eitthvað að hugsa, sumar hreyfingarnar voru frekar „ónáttúrulegar“ eða stönguðust á við eðlisávísunina. Og það sem meira var, voru nokkuð á skjön við það sem ég var að horfa á þegar ég fylgdist með fólki skíða niður brekkuna fyrir utan svalirnar hjá okkur.

Flachau - 2014 - 037 - lítil

Ég ákvað svo að leita að tilbreytingu í veitingastöðum, var satt að segja ekkert sérstaklega spenntur fyrir matnum í fjallakofunum, þó bjórinn væri góður þar og stemmingin fín. Ég fann ítalskan stað La Luna, en hann reyndist lokaður – reyndar eins og ansi margir veitingastaðir, sem virðst opna þetta frá þrjú til sjö.

En ég datt að lokum inn á Hoagascht, fékk frábært Carpaccio og úrvals spaghetti með kjötsósu og spínati.. og meira að segja fínasta rauðvín með.

Ég pantaði svo nudd fyrir okkur Iðunni á hótelinu, sem reyndist bara nokkuð gott. Iðunn reyndar tæp á að ná í nuddið klukkan hálf sex því þau höfðu farið ansi langt milli fjallanna.

Um kvöldið var tekin létt „actionary“ upphitun.. sem lauk með fullu húsi beggja liða.