Flachau, fjórði dagur

Morgunmaturinn tekinn jafn snemma og hina dagana – og rokið af stað að ná lyftunni um leið og hún opnaði.

Ég ákvað að skoða aðra möguleika á skíðakennslu og komst að því að ég væri betur settur í einkakennslu hjá First Ski School, en ekki fyrr en á morgun.

Flachau - 2014 - 021 - lítil

En nóg að gera að skoða bæinn og ráfa um og reyna aðeins að ná áttum. Fór svo með Iðunni og Evu til Altenmarkt, þurfti að láta laga lesgleraugun og Eva var að skoða möguleika á skíðagleraugum. Nú var Bryndís komin í freyðivínssmökkun en sat ein að sumbli.

En við söfnuðum saman nokkrum drykkjum og fengum okkur fordrykk uppi á herbergi, fyrst freyðivín í boði Bryndísar, svo gin frá okkur og Bryndísi, fyrst ódýrt íslenskt og svo ekki alveg eins ódýrt Hendricks gin. Það var nú eiginlega talsverður munur, Hendricks í vil.