Jólahlaðborð Staka

Mættum með Staka á jólahlaðborð á Grand Hótel.. eiginlega bara nokkuð góður matur – bæði til þess að gera hefðbundið jólahlaðborð og svo skemmtilegar tilbreytingar… steikt síld, villibráðarsalat og heitreiktur lax.

Bjarna Ara sá um skemmtiatriði, og gerði það svo sem ágætlega, en mér það truflar mig alltaf þegar tónlistaratriði eru með undirspil af „kassettu“ (þó það hafi verið iPod í þessu tilfelli).

Við ætluðum reyndar að fara varlega enda Einifells ferð á morgun.. en létum svo plata okkur á barinn á Hótel Holt og vorum full lengi fram eftir.