Fjölskyldumatur

Einhverra hluta vegna höfum við fjölskyldan farið út að borða fyrir jólin síðustu árin, svona ef færi hefur gefist..

Við fórum á Forréttabarinn í kvöld og það var ekki að „sökum“ að spyrja.. maturinn alltaf skemmtilega samansettur og eldamennskun óaðfinnanleg… ekki spillti fyrsta flokks þjónusta.

Forréttabarinn - 2 - lítil

Laufabrauð

Árlegur laufabrauðsbakstur fjölskyldunnar var í Fögrubrekku þetta árið. Fengum bara frosin laufabrauð og létum talsvert færri nægja en venjulega.

En gaman að hitta fjölskylduna fyrir jólin og ekki spillti fyrir yngri kynslóðinn að fá jólasveininn í heimsókn.

Gummi fimmtugur

Gummi, Fræbbblatrommar, úrvalskokkur og eðaldrengur… orðinn fimmtugur. Eins og Iðunn segir, það er alltaf yngra og yngra fólk að verða fimmtugt!

Við mættum í þessa frábæru afmælisveislu í Mosfellsdalinn, spiluðum nokkur lög, drukkum eitthvað af bjór, hvítvíni og rauðvíni… og maturinn að hætti húsráðanda.

Við fórum nú heim vel fyrir miðnætti, enda hafði okkur skilist að veislan ætti ekki að standa lengi – og búið að semja við börnin um að sækja okkur – fréttum svo að veislan hafi staðið til fimm.

Gummi - fimmtugur - 1 - lítil

Einifells ferð

Mættum á Einifell að borða góðan mat, drekka slatta af bjór og rauðvíni – og fleiri drykkjum – og hjálpa aðeins til við laxareikingu.

Við höfðum ætlað okkur að mæta snemma en heilsan (aðallega á Iðunni!) leyfði ekki að leggja af stað fyrir hádegi… vorum eiginlega ekki komin fyrr en um fjögur.. og Iðunn gafst upp fyrir miðnætti (það má auðvitað ekki segja frá svona).

En þetta eru alltaf rosalega skemmtilegar ferðir enda, félagsskapurinn frábær, þetta er orðin nokkurs konar hefð að mæta fyrir jólin í einhvers konar reyk stúss.

.Einifell - læri Einifell - lax