Gamlárskvöld

Við fjölskyldan mættum í mat hjá tengdaforeldrunum að venju… við höfum verið með þeim á hverju gamlárskvöldi sem er orðin ómissandi og skemmtileg hefð og með einni undantekningu höfum við verið hjá þeim í Austurbrúninni.

Eftir stuttan fordrykk buðum við upp á einstaklega vel heppnaðan humar og síðan fengum við heldur betur frábæra nautasteik með El Vinculo rauðvíni. Ís og áramótaskaup og skálað meira… svo upp á hólinn að skjóta upp því litla sem ég hafði keypt til að styrkja björgunarsveitirnar. Og horfa á allt það sem hinir voru að skjóta upp.. Þaðan í freyðivín, Perelada Brut og smá Whisky áður en við fórum, til þess að gera, snemma heim. Aldrei þessu vant voru einfaldlega engin partý-boð, sem hentaði okkur ágætlega því Iðunn stefndi á að fara á skíði á nýársdag.

Gamlárskvöld 2013
Gamlárskvöld 2013
Gamlárskvöld 2013
Gamlárskvöld 2013

Gamlárskvöld 2013
Gamlárskvöld 2013