Annar í jólum

Og að venju jólaboð hjá Iðunnarfjölskyldu í Austurbrún. Við höfðum ætlað að byrja daginn (þannig séð) á íþróttabar og horfa á Arsenal en einhver þörf fyrir að taka aftur upp þráðinn við að deila um Alias spil jóladags skaut þá stemmingu hratt og örugglega niður.

En matarboðið skemmtilegt hjá Magnúsi og Sylvíu, pörusteik að hætti þeirra klikkar ekki – gaman að hitta nýja tengda-fjölskyldumeðlimi, þau Emil, Sylvíukærasta og Guðbjörgu, Hólmbertskærustu.

Annar í jólum - Viktor Kári Sylvía - 1 - lítil