Jóladagur

Fjölskylduboð hjá okkur í Kaldaseli hjá „mínum“ hluta ættarinnar. Fjórar tegundir af hangikjöti, Einifells-kjötið best fyrir minn smekk en allt mjög gott. Eplakaka sem við Viktor gerðum eftir minni og tókst þokkalega til, ís og einhvers konar jólakaka. Reyndum að spila Alias en spilið varð endasleppt þegar keppnisskapið bar einn keppanda ofurliði… við fjölskyldan duttum svo inn í Anchorman þegar leið á nóttina.