Einifells ferð

Mættum á Einifell að borða góðan mat, drekka slatta af bjór og rauðvíni – og fleiri drykkjum – og hjálpa aðeins til við laxareikingu.

Við höfðum ætlað okkur að mæta snemma en heilsan (aðallega á Iðunni!) leyfði ekki að leggja af stað fyrir hádegi… vorum eiginlega ekki komin fyrr en um fjögur.. og Iðunn gafst upp fyrir miðnætti (það má auðvitað ekki segja frá svona).

En þetta eru alltaf rosalega skemmtilegar ferðir enda, félagsskapurinn frábær, þetta er orðin nokkurs konar hefð að mæta fyrir jólin í einhvers konar reyk stúss.

.Einifell - læri Einifell - lax