Ferðavalskvöld

Karate í hádeginu, seinni hálfleikur hjá „Manchester United – Arsenal“ á Moe’s.. en..

Aðalverkefni dagsins var að hitta GoutonsVoir og ræða ferðaplön fyrir næsta ár. Iðunn eldaði, með örlítilli aðstoð, eðal spaghetti sósu.. Krissi & Rúna mættu með „snarl“ fyrir matinn, Auður & Steini komu með nýtilbúið Einifells-bacon og Assi & Stína með eftirréttinn.

Eftir ansi áhugaverðar kynningar á Madrid með norður Spáni, skútusiglingu um grísku eyjarnar og úfaldaferð í Marokkó.. hvert öðru meira freistandi.. þá var þessu nú eiginlega slegið á frest til 2015.

Æfing fyrir afmæli Fræbbbla

Það eru þrjátíu og fimm ár í nóvember síðan við Fræbbblar spiluðum í fyrsta skipti. Við erum að undirbúa smá afmælis partý þar sem við spilum lög frá megninu af ferlinum. Og spilum líka annarra hljómsveita lög sem við vorum að hlusta á þegar við vorum að byrja.

Helgi var reyndar í aðgerð á öxl, en nær vonandi að spila einhver lög – en Steini þarf að taka megnið í þetta sinn.

Við verðum á Gamla Gauknum föstudaginn 22. nóvember… nánar síðar.

Matur hjá frænkum

Fórum ásamt systkinunm í mat til frænknanna Elínar og Öggu Hrannar og auðvitað Guðmundar – frábær dádýrasteik í matinn og sósan ekki af verri endanum, enda tók Iðunn „viktor“ á sósuna – og ekki gleyma eftirréttinum sem ég man ekki hvað heitir.

PPPP hjá Staka

Eftir-vinnu-á-föstudegi hjá Staka..

  • Pool, tveggja manna 9-kúla, þar sem við Steinar töpuðum úrslitaleiknum á millimetrum, fyrir Einari Ragnari, Friðbirni og Jóni – sem var auðvitað ólöglegt lið, þeir voru þrír í tveggja manna liði!
  • Píla, þar sem ég hitti ekki neitt og Fribbi vann örugglega
  • Pítsa, frá Eldsmiðjunni, þar sem ég stóð mig eins og hetja í átinu
  • Póker, sem ég vann loksins hjá Staka, engan veginn örugglega.

Svo held ég að ég hafi örugglega unnið bjórdrykkjuna, sem var helguð Októberfest, einmitt daginn sem jólabjórinn datt inn.

En var alveg á mörkunum að fara í bæinn að halda áfram, en Alli bjargaði mér heim og ég lét þetta gott heita. Datt inn í No Country For Old Men… jafn vond og mig grunaði frá því að hafa séð hana að hluta fyrir nokkrum árum. Ótrúlegt hversu langt annars góðir leikstjórar geta dottið niður inn á milli frábærra mynda – jú Big Lebowski var skelfileg líka.

Staki-PPPP-litil