Sambindis jóla morgunmatur

Sambindið mætti í Kaldselið í jólamat að dönskum hætti. Við gerðum þetta nokkrum sinnum fyrir nokkuð mörgum árum, en urðum svo leið á danska matnum og tókum upp á að fylgja alls kyns annars konar matarlínum. En nú var röðin komin aftur að danska matnum, svínabógur, pörusteik, hnetusteik, rauðspretta, síld, lifrarkæfa, makríll, bollur og ég man ekki hvað.. Við Höskuldur fórum reyndar í gufu í hádeginu og ég mætti í stutt nudd hjá Öggu frænku á eftir.

En skemmtilegt kvöld að hætti Sambindisins, gaman að hitta Eddu, og við sátum aðeins frameftir að éta, drekka og éta meira og drekka enn meira.

Sambindisjólamatarborð - litil