Jólaglögg hjá Símanum

Það var boðið upp á jólaglögg í lok vinnu hjá Símanum.. Hér áður fyrr, fyrir mjög löngu… var jólaglögg fastur liður fyrir jólin, jafnvel oftar en einu sinni fyrir hver jól. Svo fengu allir leið á þessu.. síðustu nokkur árin hef ég alltaf hugsað með mér að ná að minnsta kosti einu sinni að smakka jólaglögg. Þannig að ég hlakkaði til að mæta…

En þá var þetta kallað jólaglögg, án þess að nokkur jólaglögg væri í boði. Ég ætla svo sem ekki að vera vanþakklátur, það voru ágætir drykkir í boði og eitthvað hitti ég af skemmtilegu fólki… þó skemmtiatriðin hefðu mátt vera annars staðar mín vegna.