Fræbbbla afmæli

Við Fræbbblar héldum upp á þrjátíu og fimm ára afmælið okkar á Gamla Gauknum.

Þetta var nú með skemmtilegri kvöldum ársins. Fyrir það fyrsta þá er þetta frábær hljómleikastaður, öll aðstaða til fyrirmyndar og Hrói hljóðmaður veit nákvæmlega hvað hann er að gera – og auðvitað Óli á ljósnum, að ég gleymi nú ekki að minnast á og þakka öðru starfsfólki fyrir. Það er eitthvað við þennan stað sem gerir það að verkum að það er gaman að spila, nægilega lítill og áhorfendur nálægt sviðinu, en sviðið vel afmarkað og gott „sánd“ þar.

En gaman að fá þetta marga, við vissu eiginlega ekki hverju við máttum eiga von á.. Sennilega erum við að byrja full seint og við hefðum kannski mátt taka færri pásur. Við tókum stutta pásu þegar við skiptum um bassa leikara og eina þar fyrir utan.. og það fækkaði alltaf talsvert í hvert skipti. En við héldum út til hálfþrjú, fimmtíu og eitt lag frá rúmlega ellefu.