Ísland – Króatía

Horfðum á leikinn heima í góðum félagsskap. Ekkert varð af fyrirhugaðri vínsmökkun um kvöldið, en Brynja & Gauti mættu með Öglu og Sunnu, Arnar & Unnur mættu með Unnsteinn og Bragi mætti og við Iðunn vorum á staðnum ásamt Guðjóni.. auk þess sem Andrés hafði annað augað á leiknum.

Pizzur frá Castello og Iðunn loksins búinn að finna pizzu sem hún getur borðað – hún bætir truffluoflíu á grænmetispizzu með rjómaosti.

En fín stemming, þó stuðningssöngvarnir færu aðeins of mikið út um víðan völl fyrir minn smekk á köflum.

Leikurinn. Já, fór eins og ég spáði, 0-0, þrátt fyrir að vera spurður fyrr um daginn hvort ég hefði gleymt að taka bleiku pillurnar mínar um morguninn þegar ég hafði orð á þessari spá. Henni fylgdi reyndar eins marks sigur Íslands úti, að liðið tæki „blika“ á þetta, sbr. þegar Blikarnir slógu Sturm Graz út í sumar. Þá er bara að sjá hvort það gengur eftir líka.