Meira af Boston

Annar stefnulaus dagur í Boston.. Byrjaði á að hendast yfir götuna klukkan tíu til að horfa á Arsenal-Norwich… og ekki svikinn. Ég held að fyrsta mark Arsenal í leiknum sé þeim þeim betri sem ég hef séð. Þá var ekki leiðinlegt að stemmingin var nánast eins og í London, fjöldi Arsenal aðdáenda að fylgjast með. Ja, litlum bar í London.Boston-LIR

Snarl á þokkalegum veitingastað í hádeginu og meira ráp. Fann skemmtilega vindlabúð sem seldi eðalvindla frá flestum heimhornum, öðrum en Kúbu.

Boston-Society

Um kvöldið var svo komið að ítölskum stað, Erbaluce, sem gaf hinum stöðunum ekkert eftir.

Fórum svo á Top Of The Hub barinn á 52. hæð í Prudential, frábært útsýni, en okkur fannst að þeir væru full ákafir við að ryksuga veskin okkar gegn því að leyfa okkur að setjast niður þannig að við stoppuðum frekar stutt.

Boston-Jóhanna-Iðunn

Það bólaði ekkert á Boston Red Sox aðdáendunum sem búið var að vara okkur við að myndu mála bæinn að hætta liðsins.

Boston-TopOfTheHub

Boston, Wrentham verslunarleiðangur

Fórum til Wrentham, ekki langt frá Boston, í verslunarferð… Ekki alveg mín deild, en náðum að bjarga flestum jólagjöfunum í ár, þannig að þetta var nú kannski vel þess virði.

Svo á alveg frábæran franskan veitingastað, Deuxave, tvöfalt nauta carpaccio í forrétt og andabringa í aðalrétt. Iðunn fékk trufflusveppa risotto í forrétt og New York strip steik í aðalrétt. Iðunn var ekki hrifin af steikinni.. en það vottast hér með að það var ekkert að henni.

Alvöru kaffi á eftir, en súkkulaðikaka eiginlega óþarfi.

Vreslham

Vorum með bílaleigubíl og heimsóttum útsölu-verslunar-þorpið Wrentham.

Wrentham-1

Fórum lengri leiðina á staðinn og keyrðum í gegnum úthverfi Boston, mjög sérstakt. Lítil fyrirtæki út um allt, verkstæði, snyrtistofur og ég veit ekki hvað – að öllum kirkjunum ógleymdum. Held að það hafi aldrei liðið 100 metrar á milli kirkna.

En, hef svo sem ekkert sérstaklega gaman af því að versla.. en á móti kemur að við náðum að klára megnið að jólainnkaupunum.

Wrentham-2

Um kvöldið var komið að franska staðnum Deuxave, verulegra góður matur, þó svo að Iðunn hafi ekki hrifist af nautasteikinni.. andabringan sem ég ég fékk var frábær og eiginlega ekkert að forréttinum heldur.

Deuxave-1 Deuxave-2

Á Sheraton hótelið

Drifum okkur í bæinn inn á Sheraton hótelið… „Safe European Home“ söng í hausnum á mér, aðallega

That natty dread drinks at the sheraton hotel

Ráfuðum aðeins um bæinn, gegnum garða og inn á bar – en komum litlu „í verk“, enda engin ástæða til.

Boston-Gardur-1-Litil

Undarlegt hversu illa gengur að finna bar þar sem hægt er að sitja úti á götu og leyfa þeim sem það vilja að reykja.

Við fengum allt í lagi mat í hádeginu, aðeins of mikið eldaður fiskur… nokkrir bjórar og létum það gott heita.

Boston-1-litil

Röltum aeins meira og duttum inn á „Cheers“ við markaðinn.

Boston-Cheers-litil

Um kvöldið á japanska Douzo, frábær Sushi / Sashimi staður.. einn sá besti japanski staður sem við höfum verið á.

Boston-Douzo-1

Ferð til Boston

Við Iðunn fórum til Boston með Jóni og Jóhönnu. Tilefnið var smá helgarfrí fyrst og að reyna að klára jólaverlsunina – síðan vorum við Jón á ráðstefnu / námskeiðum / fyrirlestrum.

Við lentum seinni partinn og eftir óratíma biðröð við að komast inn í landið tók við næsta bið, að komast inn á hótel, hótel sem var „rétt hjá“ flugvellinum. Það var hins vegar engin skutla og erfitt að ná sambandi við hótelið eða fá upplýsingar um ferðir. Að lokum kom smárúta og fór með okkur nokkra metra.

Hótelið var nokkuð við vöxt, herbergið í raun tvö hebergi og tvö sjónvörp… til lítils, stutt stopp og hefðum hvort sem er ekki nennt að sitja yfir sjónvarpi. Frekar vond steik á staðnum og morgunmaturinn hefði mátt vera betri. En þetta var bara stutt stopp.

Laufabrauð

Hittumst hjá Kidda í Fögrubrekkunni að skera og steikja laufabrauð. Við fengum ekki nema frosið og tókum því tiltölulega fá, reynslan af frosnum var ekki sérlega góð síðast. En gekk þokkalega, en aðalatriðið var nú kannski að hittast í smá jólakaffi. Svo spillti ekki fyrir að krakkarnir fengu alvöru jólasvein í heimsókn… já, og auðvitað við fullorðnu líka.