Lokadagurinn í Boston

Síðasti fyrirlesturinn í dag, verkstjórn í BI.. eiginlega betri en sá í gær og það sem meira var, fyrirlestur gærdagsins að miklu leyti óþarfur. En það er ekki hægt að vita allt fyrirfram. Ég tók reyndar langt hádegishlé, keypti iPad mini, tösku og tók góðan tíma í mat.

Náði svo tveimur börum áður en ég fór í flug, Bukowski, þar sem dyravörðurinn var svo vinsamlegur að heimta skilríki áður en mér var hleypt inn.. enda þess krafst ef fólk lítur út fyrir að vera þrítugt eða yngra. Lauk svo flakkinu á Cigar Masters.

Boston-Fimmtudagur-Seinni-Bar

Flugið var aðeins styttra en ég átti von á – en rosalega er erfitt að sofa í sætunum sem ekki er hægt að halla aftur, þrátt fyrir að auka fótarými sé vel þegið. Iðunn nennti að sækja mig út á flugvöll, enda vorum við farin að sakna hvors annars illa eftir þriggja daga fjarveru.