Meiri ráðstefna

Sat undir Agile BI fyrirlestri í dag, sem hafði svo sem sína kosti og galla.

Jón fór heim um kvöldið, en við Kári fórum á Stephanies, eða steikarstað, ekki langt frá hótelinu. Rib-eye steik annað kvöldið í röð, talsvert ólík þeirri fyrri en engu að síður topp steik.

En gaman að hitta Kára Indriðason aftur eftir þetta langan tíma. Við spiluðum saman í hljómsveitinni Fitlarinn á bakinu eftir að ég hætti í Fræbbblunum 1983. Við höfum eiginlega varla hist síðan.. þannig að það var af nógu að taka að rifja upp og segja fréttir. Enduðum á að sulla aðeins í Whisky þegar leið á kvöldið, sem var ekkert sérstaklega leiðinlegt.