Frídagur í Boston

Ég breytti aðeins um fyrirlestra og átti frí í dag… var eiginlega hálf dasaður og svaf megnið af morgninum. Fór svo á eitthvert flakk, en hálf gagnslaust, þær búðir sem ég leit inn í voru ekki beinlínis að gefa vörurnar.. Var reyndar aðallega að leita að spjaldtölvu, en lítið um raftækjaverslanir og RadioShack búðin sem ég fann var eiginlega hvorki fugl né fiskur.

Datt um hinn Cheers barinn, þeas. þann sem er á upphaflega staðnum, stóðst ekki mátið að kíkja þó mér liði svolítið eins og túrista í fyrstu útlandaferðinni.

Boston-Þriðjudagur-Cheers

Kíkti svo á Arsenal – Dormund á LIR barnum. Arsenal tapaði þannig að hvorki Wenger né Viktor fengu afmælisgjöf frá Dortmund!

En við Jón fórum svo í Galleria verslunarmiðstöðina að leita að betri raftækjaverslunum. Fann þokkalega BestBuy búð og fékk þar allar upplýsingar og allt sem ég þurfti til að ákveða mig með spjaldtölvuna.

Og um kvöldiðfórum við svo á frábæran grill stað, Grill 23, fengum okkur hálfs kílóa 100 daga Rib-Eye.. alvöru nautasteik og ein sú besta sem ég hef fengið.

Smá barrölt eftir matinn og ég kíkti svo á Cigar Masters í stóran vindil og belgískan bjór eftir að Jón gafst upp.