Fræbbblaæfing en enginn fótbolti

Renndum yfir lög af „Viltu nammi væna?“ sem við höfum ekki spilað opinberlega lengi, reyndar gekk þetta mjög vel og mögulega setjum við upp Nammi hljómleika þrátt fyrir lítinn áhuga.

Sleppti fótbolta annan mánudaginn í röð, bæði til að ná æfingunni og eitthvað aumur í ökkla. Sem betur fer, mér skilst að enn einu sinni hafi soðið upp úr með óhemjugangi, frekju og dónaskap, að hætti þriggja ára. Þetta gengur ekki.