Woody Allen myndin Blue Jasmine

Iðunn í Marokkó og þá er um að gera að nýta tækifærið og fara í bíó. Kíkti á mynd Woody Allen, Blue Jasmine.

Ég hef lengi verið aðdáandi Allen og hann hefur gert margar frábærar myndir, margar vel yfir meðallagi og oft fundið skemmtilega nálgun. En svo gerir hann líka myndir sem eru skelfilega þunnur þrettándi. Það var víst, því miður, kominn tími á eina svona. Innihaldið staglkennt og ekki mikið meira en í meðal sápu óperu. Dapurt.

Þurftum svo að fresta Fræbbbla æfingu um kvöldið.