Fótbolti og Karate

Kíkti á fyrra hálfleik hjá Breiðablik og KR… allt annað að sjá til Blikanna en í síðustu leikjum – marki yfir í hálfleik og seinni hálfleikurinn leit vel út.

Seinni hálfleikurinn skaraðist svo á við Karate æfingu… óneitanlega smá valkvíði, en það var auðvitað meira gagn að því að hreyfa sig aðeins en sitja á vellinum – í kulda og byrjaður að finna fyrir kvefi.. og eiginlega alls ekki í boði fyrst það er smá spilamennska okkar Fræbbbla á laugardag.

En þá er bara næsta skref fyrir Blika að klára leikinn við Stjörnuna á útivelli. Einhvern veginn hefur Stjarnan alltaf farið á taugum í svona stöðu… kannski illa gert að hugsa svona, en ég treysti á að það endurtaki sig í ár. Það munar svo miklu að fylgjast með liði í Evrópukeppni.