Fræbbblar á Einifelli

Við Fræbbblar fórum á Einifell um helgina, Auður, Kristín og með en aðrir misstu af – og Gummi þurfti að fara snemma í bæinn í fertugsafmæli mágs síns.

En við settum upp mini græjur í skemmunni og tókum nokkrar „æfingar“ – Auður og Iðunn á heimatilbúinni trommu á þeirri síðustu.Fræbblahelgi

Svo var aðeins hugsað um mat, grilluð hrossalund í forrétt að hætti Gumma var ein besta steik sem við höfum fengið – og erum við ýmsu vön. Hnetusteikin okkar Iðunnar átti eiginlega ekki möguleika sem aðalréttur á eftir þessu, fyrir utan að hún var ekki alveg á pari. Laxasalat Assa & Stínu á laugardag og frábær kjúklingaréttur Auðar & Steina um kvöldið.. og tveir eftirréttir. Svo slatti af víni, bjór, smá Whisky, jafnvel Gin & Toník.. Og alls kyns samantekt á sunnudeginum, alvöru bacon, omeletta..

Jú og Steini vann Petanque mótið.

Fiskidagshelgi

Við systkinin fórum, ásamt Maggi mági, enn eina ferðina á Fiskidaginn mikla á Dalvík um síðustu helgi..

Við fengum aftur litlu íbúðina við Karlsbraut, sem er alveg sérstaklega vel staðsett og smellpassar fyrir okkur.

Fiskisúpukvöldið var talsvert fámennara en áður en þær súpur sem í boði voru stóðust prófið, sérstaklega súpurnar tvær hjá Val frænda… alveg frábærar.

Við kíktum í opið partý í Sunnuhvoli en vorum ekki alveg að ná sambandi við stemminguna, þó það væri ekkert að tónlistinni… fórum á næsta bar og aftur í Sunnuhvol, en þá var óneitanlega farið að draga af mönnum, enda nokkuð framorðið.

Það fjölgaði í bænum svo þegar leið á laugardaginn, verulega þétt á svæðinu, en kannski ekki alveg eins troðið og fyrri árin… Kiddi frændi spilaði á bassa og þeir feðgar sungu báðir með karlakór Dalvíkur – og eins og venjulega hittum við talsvert af frændfólki á röltinu.

Um kvöldið var okkur svo boðið í mat til Öggu, Kidda og Vals heima hjá Marsibil & Val – ekki að spyrja að veitingunum á þeim bænum.

Þaðan á Freddy Mercury og flugeldasýningu við höfnina… það vantaði svo sem ekkert upp á hversu vel FM var gert, en ég hef aldrei haldið mikið upp á Queen, eiginlega alls ekki.

Flugeldasýningin var svo hreint mögnuð og menningarnæturflugeldasýningin óneitanlega hálf klén í samanburðinum.

Aftur til Marsí og Vals í meiri bjór, hvítvín og rauðvín… og þaðan enn eina ferðina í Sunnuhvol, en orðið nokkuð kalt og blautt og entumst ekki lengi.

Við kíktum svo við hjá Guðrún, mömmu þeirra systkina, á heimleiðinni og komum ekki að tómum veitingakofum þar frekar en annars staðar.