Postula upphitun

Fyrirhuguð upphitun postulanna fyrir komandi tímabil gekk ekki alveg eftir áætlun.. golfið féll niður vegna veðurs og slakrar þáttöku, grillið var slegið af vegna hvasviðris, nokkrir mættu í pizzu og „röfl“ og svo var ekki annað í boði en að klára póker mót tímabilsins. Maggi var með fína forystu, en mér tókst að jafna stigin í síðasta mótinu og vantaði lítið upp á að stela sigrinum.. en í sjálfu sér gaman að fá bráðabana en aðalatriðið að ná góðu kvöldi með þessum eðal hóp.

Fimmtánda árið að hefjast og þetta er ómissandi byrjun á vikunni, og framlengir helgina… fótbolti og bjór á mánudagskvöldum með postulunum – [og nei, við erum ekki svona trúaðir , vð erum tólf, stundum þrettán – og þá fæ ég að vera messías]