Breiðablik – Stjarnan

Kíkti á leik Breiðabliks við Stjörnuna í gær… missti af fyrsta markinu, sem aðrir Blikar fullyrtu að hafi verið í meira lagi vafasamt.

En sá tvö dauðafæri fara til spillis og tvö fín mörk. Ég hafði svo sem ekki mikla trú á að Stjarnan næði að jafna undir lokin þó þeir pressuðu aðeins, en það hefði verið blóðugt að missa leikinn niður í jafntefli eftir mikla yfirburði.

Ég er auðvitað ekki hlutlaus, og auðvitað ekki sanngjarnt að dæma af einum leiki, en mér fannst Blikaliði einfaldlega spila talsvert betri fótbolta… kom kannski aðeins á óvart því ég hef heyrt vel af Stjörnunni látið í sumar.

En góður sigur – og um leið blóðugt að tapa fjórum stigum á vesturlandi í síðustu leikjum.