Enn ein matarveislan

í gær, Bryndís og Gulli & Kristín kíktu í mat. Okkur vantar eiginlega nafn á þennan klúbb okkar.. en fyrir utan ostana í upphafi þá mættu Gulli & Kristín með þorskhnakka í lime og koriander og olívum og ég man ekki hvað. Spínatspaghetti var svo eiginlega aðalrétturinn, í þetta sinn með lambainnanlærissneiðum sem ég tókst að grilla of mikið. Bryndís mætti svo með ís og einhvers konar köku í eftirrétt… Svo var aðeins drukkið af víni, bjór og jafnvel Whisky..

Smökkun og humar og spil

Kíktum til Krissa & Rúnu í gær… með Assa & Stínu sem buðu upp á frábæran humar. Eitthvað af hvítvín með, svo tók við rauðvínssmökkun á nýjum vínum eitthvað fram eftir kvöldi. Salóme mætti með tvö spil sem voru eiginlega nokkuð skemmtileg, annars vegar að þekkja tíma hinna og þessara viðburða og hins vegar einhvers konar mynda útgáfa af Fimbulfambi..

Jarðarför og Evrópuleikur

Hallgrimur, pabbi Steina og Stínu… og Hallmundar.. og auðvitað Óskars, Fúsa og Gunnu var jarðaður í dag. Já, og tengdapabbi, afi og langafi.. ansi merkilegur einstaklingur fallinn frá og verður sárt saknað.

Kíkti svo á leik Blika í Evrópukeppninni á móti Santa Coloma, auðveldur 4-0 sigur sem hefði gjarnan mátt vera miklu stærri.

 

Fótboltasunnudagur

Fyrri hlutinn fór í löngu tímabæran garðslátt, en svo tók fótboltinn við.

Fór með Viktori, Arnari, Andra og Orra á Fram-Breiðablik – hittum Dagmar & Hólmbert, Friðjón & Sæunni og Sylvíu – og Skúla… Þekkti ekki mitt lið í fyrri hálfleik, en þeir voru svo miklu betri í þeim seinni og munurinn á liðunum talsvert meiri í seinni hálfleik en þeim fyrri – að það var frekar erfitt að kyngja bara einu stigi.

Þaðan í Kaldasel þar sem Arnar & Unnur og Júlía & Orri mættu í mat og úrslitaleik álfukeppninnar. Maturinn var frábær, að venju, og leikur Brasílíu og Spánar bauð svo sem  upp á fullt af góðum fótbolta, en þetta var einhvern veginn helst til einhliða..