Fótboltasunnudagur

Fyrri hlutinn fór í löngu tímabæran garðslátt, en svo tók fótboltinn við.

Fór með Viktori, Arnari, Andra og Orra á Fram-Breiðablik – hittum Dagmar & Hólmbert, Friðjón & Sæunni og Sylvíu – og Skúla… Þekkti ekki mitt lið í fyrri hálfleik, en þeir voru svo miklu betri í þeim seinni og munurinn á liðunum talsvert meiri í seinni hálfleik en þeim fyrri – að það var frekar erfitt að kyngja bara einu stigi.

Þaðan í Kaldasel þar sem Arnar & Unnur og Júlía & Orri mættu í mat og úrslitaleik álfukeppninnar. Maturinn var frábær, að venju, og leikur Brasílíu og Spánar bauð svo sem  upp á fullt af góðum fótbolta, en þetta var einhvern veginn helst til einhliða..